
Ahh, sunnudagur á fiji.... bernie að elda, jazz í græjunum, pálmatré bærast í vindinum, nágrannarnir að sópa götuna og herinn tekur yfir stjórnarbygginguna... Síðustu dagar hafa verið mjög furðulegir, valdarán hefur verið yfirvofandi í fleiri vikur og á föstudaginn fengu ástralir nóg af biðinni og fluttu nær allt sitt fólk burt. áströlsku sjálfboðaliðarnir sem ég hef verið að vinna með voru kallaðir burt á fimmudag, fengu fjóra tíma til að klára vinnuna, kveðja, pakka og koma sér á hinn enda eyjarinnar. Voru svo fluttir til ástralíu á föstudagsmorgun – full yfirdrifið... útlendingar og ríkari fijibúar sem eru búnir að fá nóg af þessari spennu flykkjast til ástralíu og nýja-sjálands, hótelbókanir hafa aldrei verið lægri, búðir hafa lokað snemma síðustu daga og flutt birgðirnar til vesturhluta eyjarinnar. Þetta væri ekki skrýtið hefði eitthvað gerst, en það hefur í rauninni ekkert gerst. Hingað til hefur herinn sett stjórnvöldum afarkosti og gaf stjórnvöldum til 1.des til þess að verða við kröfum hersins, tvær af hverjum voru ‘auðar’, þ.e. herinn vildi eiga tvær inni, eða gátu ekki ákveðið sig hvað þeir ættu að biðja um... þetta væri eiginlega sprenghlægilegt ef landið og hagkerfið væri ekki lamað út af þessum fíflalátum. Kommentið hennar Tinnu fyrir síðustu færslu lýsir þessu öllusaman mjög vel!
Það sem fær fólk til að vera svona paranojað er að þegar síðasta valdarán var, fyrir sex árum, gengu allir berserksgang, það var kveikt í öllum búðum, rænt og ruplað. Herinn tók víst allhressilega á þeim sem nýttu sér ástandið á þann hátt og tóku svo hart á fólki að flestir eru sannfærðir um berserksgangurinn gerist ekki aftur svo glatt. En til vonar og vara er allt tæmt...
Allavega, í ljósi alls þessa er lífið ótrúlega vanalegt. Fór í jólapartý á fimmtudagskvöld þar sem allir brandarnirnar snérust um valdarán, okkur var svo hent snemma heim úr vinnunni á föstudag þannig að við bernie héngum út á verönd og drukkum te og borðuðum kex, nágrannarnir hressir í garðinum líka, ánægðir með fríið. Svo var indverskt brúðkaup hjá fólki sem bernie þekkir varla neitt á laugardag, en hér býður fólk öllum sem það gæti mögulega hafa hitt einhverntímann í brúðkaupið sitt, þetta brúðkaup var til dæmis haldið í risaíþróttahöll. Miðað við sveitabrúðkaupið sem ég fór í í júní þá var þetta hörmulega þreytandi, og 4 tímar... hápunkturinn var þegar, í miðri athöfninni, spilað var medley af the final countdown, dallas-laginu, einhverju cher-lagi og fleiri stórfurðulegum valmöguleikum með indverskum brag í hljóðkerfi íþróttahallarinnar, svona indverska útgáfan af pan-pipes. Ég leit í kringum mig en engum öðrum fannst þetta neitt skrýtið... the final countdown sem brúðkaupslag, passar kannski... we´re leaving together, la la...
Allavega, vona að þessir miðaldra karlar sem stjórna hernum og ríkistjórninni nái að slaka aðeins á yfir helgina, horfa á rugby og gleyma þessu... Fijiska rugby sevens liðið var að spila í Dubai um helgina og ég verð að segja að ég er hooked, þvílík fegurð J
Fariði vel með ykkur og sendið endilega friðarstrauma til Fiji
Allavega, í ljósi alls þessa er lífið ótrúlega vanalegt. Fór í jólapartý á fimmtudagskvöld þar sem allir brandarnirnar snérust um valdarán, okkur var svo hent snemma heim úr vinnunni á föstudag þannig að við bernie héngum út á verönd og drukkum te og borðuðum kex, nágrannarnir hressir í garðinum líka, ánægðir með fríið. Svo var indverskt brúðkaup hjá fólki sem bernie þekkir varla neitt á laugardag, en hér býður fólk öllum sem það gæti mögulega hafa hitt einhverntímann í brúðkaupið sitt, þetta brúðkaup var til dæmis haldið í risaíþróttahöll. Miðað við sveitabrúðkaupið sem ég fór í í júní þá var þetta hörmulega þreytandi, og 4 tímar... hápunkturinn var þegar, í miðri athöfninni, spilað var medley af the final countdown, dallas-laginu, einhverju cher-lagi og fleiri stórfurðulegum valmöguleikum með indverskum brag í hljóðkerfi íþróttahallarinnar, svona indverska útgáfan af pan-pipes. Ég leit í kringum mig en engum öðrum fannst þetta neitt skrýtið... the final countdown sem brúðkaupslag, passar kannski... we´re leaving together, la la...
Allavega, vona að þessir miðaldra karlar sem stjórna hernum og ríkistjórninni nái að slaka aðeins á yfir helgina, horfa á rugby og gleyma þessu... Fijiska rugby sevens liðið var að spila í Dubai um helgina og ég verð að segja að ég er hooked, þvílík fegurð J
Fariði vel með ykkur og sendið endilega friðarstrauma til Fiji